spot_img
HomeFréttirÞjálfaraskóli Brynjars Karls fær styrk úr Jafnréttissjóði Íslands

Þjálfaraskóli Brynjars Karls fær styrk úr Jafnréttissjóði Íslands

 

Þann 19. júní úthlutaði Jafnréttissjóður Íslands í fyrsta sinn styrkjum en megintilgangur sjóðsins er að fjármagna eða styrkja verkefni og rannsóknir sem miða að því að efla jafnrétti kynjanna í íslensku samfélagi og á alþjóðavísu.  Alls voru 114 umsóknir um styrki til fjölbreyttra verkefna og fengu 42 umsækjendur styrk. Eitt þessara verkefna tengist körfuknattleikshreyfingunni en Bryndís Gunnlaugsdóttir og Brynjar Karl Sigurðsson fengu 1.000.000 kr. styrk til að fjölga kvenþjálfurum í körfuknattleik.

 

Á heimasíðu velferðarráðuneytisins er eftirfarandi umfjöllun um verkefnið:

„Markmið verkefnisins er að fjölga kvenþjálfurum í körfuknattleik á Íslandi með því að halda þjálfaranámskeið eingöngu fyrir konur. Kennari námskeiðsins verður Brynjar Karl Sigurðsson. Námskeiðið stendur yfir í 9 mánuði og í lok þess eiga konurnar að vera komnar með þekkingu til að koma sér í fremstu röð þjálfara hér á landi innan fárra ára. Námskeiðið er þáttur í því að auka jafnrétti kynjanna innan íþróttahreyfingarinnar, stækka tengslanet kvenna og auka sjálfstraust þeirra til þátttöku á öðrum sviðum samfélagsins.“

 

Í vor hélt Brynjar Karl tveggja daga örnámskeið fyrir konur er höfðu áhuga á körfuknattleiksþjálfun og mættu þá yfir 40 konur. Það verður því spennandi að fylgjast með þessu verkefni er það fer af stað á næstu vikum.

 

Karfan.is óskar Brynjari Karli og Bryndísi innilega til hamingju með styrkinn. 

 

 

Þjálfaranámskeið Key Habits fyrir konur:

 

Frá úthlutun Jafnréttissjóðs:

 

Frá örnámskeiði síðastliðið vor:

 

Brynjar Karl og Bryndís kampakát með velferðarráðherra eftir styrkveitinguna:

Fréttir
- Auglýsing -