Þór Þorlákshöfn hefur samið við tvo atvinnumenn fyrir komandi tímabil í Bónus deild karla.
Jacoby Ross er 28 ára bandarískur bakvörður sem lék síðast fyrir Angers í NM1 deildinni í Frakklandi, en hann getur bæði leyst stöðu leikstjórnanda og skotbakvarðar.
Jacoby segir í tilkynningu með félagaskiptunum: „Excited to be a part of the Club. Looking forward to Bringing another Championship to the town. Ready to get to work and excited for the new Opportunity.“
Rafail Lanaras er 24 ára grískur bakvörður sem spilaði síðast með Corinthas í brasilísku deildinni, en hann er samkvæmt tilkynningu fjölhæfur bakvörður sem þekktur hefur verið fyrir varnarleik.
Rafail segir í tilkynningu: „I am very excited to join the team and play in the top Icelandic division. I can’t wait also to discover the beautiful island and city. Above all I want to bring back the title in town for all of you the fans.“