Heimsmeistaramótið í Tyrklandi dregur að sér marga áhorfendur og fólk alls staðar úr heiminum er mætt til Tyrklands til þess að fylgja sínu liði. Lukkudýr mótsins fékk athygli einna fegurstu konu heims og voru án efa nokkrir í húsinu nokkuð öfundsjúkir útí tuskudýrið.
Alessandra Ambrosio er ein frægasta fyrirsæta heims en hún var í Tyrklandi til að fylgjast með löndum sínum í Brasilíu etja kappi gegn Bandaríkjunum. Brasilíska liðið sýndi flotta takta og tapaði naumlega fyrir Ólympíumeisturunum 70-68.
Þrátt fyrir að leikurinn hafi verið spennandi og flottur voru all nokkrir áhorfendur sem beindu augum sínum að Victoria´s Secret fyrirsætunni.
Ljósmynd/ Alessandra Ambrosio smellti einum kossi á lukkudýrið á leik Brasilíu og Bandaríkjanna.