spot_img
HomeFréttirÞetta gerðist á öðrum degi

Þetta gerðist á öðrum degi

Eftir tvo leikdaga er margt spennandi að gerast í Tyrklandi. Framlengingar, troðslur og dramatík. Á FIBAtv er hægt að sjá samantekt úr leikjum dagsins.
Flest stig:
Luis Scola skoraði 31 stig í sigri Argentínu á Ástralíu 74-72.
 
Stærsti sigurinn:
Frakkar halda áfram að spila vel en þeir fylgdu eftir góðum sigri á Spáni með 27 stiga sigri gegn Líbanon. Leikurinn endaði 86-59 Frökkum í vil.
 
Óvæntastu úrslitin:
Engin óvænt úrslit voru á leikdegi tvö þó margir hörkuleikir fóru fram. Litháen marði Kanada 70-68 en Kanada var yfir mest allan leikinn og leiddi mest með 17 stigum. Þannig að úrslit þessa leiks fær titilinn (næstum því) óvæntustu úrslitin.
 
Frammistaða dagsins:
Jan Jagla, miðherji þýska liðsins og Asseco Prokom Gdynja frá Póllandi, var frábær í tvíframlengdum leik Þjóðverja og Serba sem Þjóðverjar unnu eð einu stigi. Hann leiddi alla helstu tölfræðiþætti Þjóðverja en hann kom sínu liði yfir þegar skammt var eftir með ótrúlegum þrist. Hann var með 22 stig, 9 fráköst og 4 stoðsendingar.
 
Hetjan:
Felizardo Ambrosio, framherji Angóla, var frábær í sigri Angóla á Jordaníu. Frammistaða hans hjálpaði liði hans að sigra en Angóla tapaði með 50 stigum í fyrsta leik mótsins.
 
Skúrkurinn:
Hinn ungi bakvörður hjá Serbíu Milenko Tepic er skúrkur dagsins en fékk gott tækifæri til að vinna leikinn fyrir Serbíu gegn Þjóðverjum í gær. En hann náði ekki að klára af mjög stuttu færi. Hinn 23 ára gamli Tepic fær því þennan vafasama heiður fyrir leikdag tvö.
 
Ljósmynd/ Jan Jagla fagnar sigri Þjóðverja á Serbum í gær
 
emil@karfan.is
Fréttir
- Auglýsing -