HM hófst með trompi í gær og ljóst að körfuboltaunnendur eiga eftir að eiga frábærar tvær vikur. Karfan.is ætlar að fylgjast með mótinu og fara yfir það helsta eftir hvern leikdag.
Flest stig:
Kirk Penny skoraði flest stig eða 37 stig í tapi Nýja Sjálands gegn Litháen.
Stærsti sigurinn:
Serbar áttu stærsta sigur dagsins þegar þeir lögðu Angóla 94-44.
Óvæntastu úrslitin:
Tap Spánverja fyrir Frökkum 72-66 kom flestum á óvart eftir fyrsta daginn.
Frammistaða dagsins:
Fadi El Khatib var vítamínsprautan í sigri Líbanon á Kanada. Hann átti frábæran lokaleikhluta og endaði með 31 stig og átta fráköst og á því frammistöðu dagsins.
Hetjan:
Hetja fyrsta dagsins er ungi bakvörðurinn Andrew Albicy hjá Frökkum. Hann var með 13 stig í flottum sigri Frakka á Spáni. Hinn smávaxni Albicy var lykilmaður í sigri Frakka í vörn sem og sókn og gerði Ricky Rubio lífið leitt allan leikinn.
Skúrkurinn:
Skúrkur dagsins er Ítalinn Sergio Scariolo þjálfari Spánverja að ná ekki að leysa vandamálin í sóknarleik Spánverja. Ríkjandi heimsmeistarar Spánverja skorðu aðeins 66 stig en það dugar ekki ef liðið ætlar sér lengra.
Ljósmynd/ Fadi El Khatib var frábær með Líbanon í dag með 31 stig.
emil@karfan.is