Nú á dögunum rann út sá frestur sem einstaklingar höfðu til þess að bjóða sig fram til formanns og stjórnar KKÍ, en kosið verður á þingi sambandsins þann 15. mars.
Líkt og kemur fram í fréttatilkynningu félagsins verður aðeins kosið um formann, þar sem þau framboð sem komu fram í stjórn sambandsins hafi aðeins verið fjögur fyrir þau fjögur sæti sem í boði eru.
Hér fyrir neðan má sjá hverjir eru í framboði, en líkt og áður hafði komið fram voru það þeir Kjartan Freyr Ásmundsson og Kristinn Albertsson sem munu bítast um sæti Guðbjargar Norðfjörð sem formaður sambandsins.
Tveir frambjóðendur í eitt laust sæti formanns
Kjartan Freyr Ásmundsson
Kristinn Albertsson
Fjórir frambjóðendur í fjögur laus sæti stjórnar og því sjálfkjörið í stjórn
Hugi Halldórsson
Jón Bender
Margrét Kara Sturludóttir
Sigríður Sigurðardóttir
Eftirtaldir stjórnarmenn voru kosnir í stjórn á síðasta Körfuknattleiksþingi og eiga tvö ár eftir af sínu kjörtímabili
Ágúst Angantýsson
Einar Hannesson
Guðrún Kristmundsdóttir
Heiðrún Kristmundsdóttir
Herbert Arnarson