Þetta eru liðin sem mætast í 16 liða úrslitum VÍS bikarkeppninnar

Dregið var í 16 liða úrslit VÍS bikars karla og kvenna í dag, en leikið verður dagana 9.-11. desember og dregið verður í 8 liða úrslit þann 13. desember.

VÍS bikarúrslitin sjálf verða leikin dagana 19.-24. mars, þar sem karlarnir leika undanúrslit þann 19. mars, konurnar 20. mars og úrslitaleikirnir sjálfir verða 23. mars.


VÍS BIKAR KARLA
Leikið verður dagana 10.-11. desember (sunnudagur/mánudagur).
Ármann – Stjarnan
KV – Valur
Álftanes – Fjölnir
Hamar – Höttur
Grindavík – Haukar
Selfoss – Keflavík
KR – Þróttur V.
Breiðablik – Tindastóll


VÍS BIKAR KVENNA
Leikið verður dagana 9-.10. desember (laugardagur/sunnudagur).
Njarðvík – Tindastóll
Valur – Breiðablik
Hamar/Þór – Fjölnir
Þór Ak. – Aþena
Grindavík – ÍR
Stjarnan – Snæfell
Haukar – Ármann
Keflavík – Keflavík b