Breiðablik skiptir út leikmanni

Breiðablik hefur sagt upp samningi við Michael Steadman og hefur ráðið Zoran Vrkic í hans stað.

Steadman þótti ekki standa undir væntingum samkvæmt fréttatilkynningu félagsins og var því ákveðið að segja upp samning. Í staðinn var ráðinn Zoran Vrkic sem er þekkt stærð hér á landi eftir að hafa spilað bæði með Tindastól og Grindavík í Subway deildinni.