spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2023Þetta er liðið sem mætir Ungverjalandi í Miskolc - Bein útsending kl....

Þetta er liðið sem mætir Ungverjalandi í Miskolc – Bein útsending kl. 16:00 á RÚV

Íslenska kvennalandsliðið mun kl. 16:00 í dag mæta liði Ungverjalands í Miskolc. Fyrir leikinn er Ísland í þriðja sæti riðils síns, með einn sigur, jafn marga og Rúmenía sem er í fjórða sætinu, en sætinu ofar vegna innbyrðisstöðu. Spánn er svo í efsta sætinu, en Ungverjaland í öðru sæti.

Þetta mun vera seinni leikur liðsins gegn Ungverjalandi, en nokkuð er komið frá því að Ísland lék heimaleik sinn gegn þjóðinni. Þann 14. nóvember 2021 fór sá leikur fram og tapaði Ísland honum nokkuð örugglega, 58-115. Aðeins sex þeirra leikmanna sem verða í hópnum á morgun léku þann leik, en í honum var það Sara Rún Hinriksdóttir sem var atkvæðamest með 15 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar.

Leikurinn er einn tveggja í þessum síðasta glugga liðsins í undankeppinni, en sá síðasti er heimaleikur í Laugardalshöllinni komandi sunnudag 12. febrúar gegn Spáni.

Fréttir af EuroBasket 2023

Hérna er heimasíða mótsins

Hér fyrir neðan má sjá hvaða 12 leikmenn það verða sem mæta Ungverjalandi í dag, en bæði verður fjallað um hann hér á Körfunni, sem og verður hann í beinni útsendingu á RÚV.

Nafn · Lið (Landsleikir)
Anna Ingunn Svansdóttir · Keflavík (4)
Ásta Júlía Grímsdóttir · Valur (8)
Dagbjört Dögg Karlsdóttir · Valur (14)
Diljá Ögn Lárusdóttir · Stjarnan (4)
Elísabeth Ýr Ægisdóttir · Haukar (6)
Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir · Haukar (2)
Eva Margrét Kristjánsdóttir · Haukar (4)
Agnes María Svansdóttir · Keflavík (0)
Isabella Ósk Sigurðardóttir · Njarðvík (10)
Sara Rún Hinriksdóttir · Faenza Basket Project, Ítalíu (28)
Tinna Guðrún Alexandersdóttir · Haukar (2)
Þóra Kristín Jónsdóttir · AKS Falcon, Danmörk (27)

https://www.karfan.is/2023/01/moguleikar-islands-a-ad-tryggja-sig-a-lokamot-eurobasket-2023/

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil

Fréttir
- Auglýsing -