spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Þetta er liðið sem mætir Ungverjalandi í kvöld

Þetta er liðið sem mætir Ungverjalandi í kvöld

Ísland hefur leik í undankeppni EuroBasket 2025 með leik kl. 19:30 gegn Ungverjalandi í Laugardalshöll í kvöld. Leikurinn er fyrri tveggja sem fram fara í þessum fyrsta glugga keppninnar, en sá seinni er komandi sunnudag 25. febrúar gegn Tyrklandi í Istanbúl. Uppselt hefur verið í einhvern tíma á leik kvöldsins, en hann, líkt og leikurinn á sunnudag, mun vera í beinni útsendingu á RÚV.

Hérna er heimasíða mótsins

16 leikmanna hópur var valinn fyrir leikina tvo, en samkvæmt reglum geta aðeins 12 leikmenn verið á skýrslu í hvorum leik. Hér fyrir neðan má sjá hvaða 12 leikmenn það verða sem leika í kvöld gegn Ungverjalandi.

12 leikmanna hópur gegn Ungverjalandi

Elv­ar Már Friðriks­son – PAOK

Hilm­ar Smári Henn­ings­son – Brem­er­haven

Jón Axel Guðmunds­son – Alican­te

Krist­inn Páls­son – Val­ur

Kristó­fer Acox – Val­ur

Mart­in Herm­ans­son – Alba Berl­in

Orri Gunn­ars­son – Sw­ans Gmund­en

Sig­urður Pét­urs­son – Kefla­vík

Styrm­ir Snær Þrast­ar­son – Belfius Mons

Tryggvi Snær Hlina­son – Bil­bao Basket

Þórir Guðmund­ur Þor­bjarn­ar­son – Tinda­stóll

Ægir Þór Stein­ars­son – Stjarn­an

Fréttir
- Auglýsing -