spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 202516 leikmanna hópur Íslands klár fyrir fyrsta glugga undankeppninnar

16 leikmanna hópur Íslands klár fyrir fyrsta glugga undankeppninnar

Landslið Íslands hefur verið kallað saman til æfinga og undirbúnings en framundan eru tveir landsleikir í nýrri undankeppni EM, EuroBasket 2025, sem hefst nú á fimmtudag.

Fyrri leikur Íslands í glugganum er heima í Laugardalshöllinni gegn Ungverjalandi fimmtudaginn 22. febrúar kl. 19:30 og sá síðari í Istanbúl gegn Tyrklandi sunnudaginn 25. febrúar kl. 13:00 að íslenskum tíma (16:00 að staðartíma ytra). RÚV mun sýna báða leikina beint.

Ísland er í B-riðli með Tyrklandi, Ítalíu og Ungverjalandi og fara þrjú efstu liðin áfram á lokamót EM haustið 2025 sem haldið verður í fjórum löndum, í Finnlandi, Lettlandi, Póllandi og á Kýpur. Úrslitin fara svo fram í Póllandi.

Næstu landsliðsgluggar verða í nóvember 2024 og febrúar 2025. 
Hægt er að sjá nánar á um mótið á kki.is: kki.is/landslid/karlar/em-2025

Landsliðshópurinn í febrúar:
Landsliðshópurinn sem boðaður er til æfinga telur 16 leikmenn. Einn nýliði er í hópnum að þessu sinni en það er Tómas Valur Þrastarson frá Þór Þorlákshöfn. Hópurinn er skipaður eftirtöldum leikmönnum:

Nafn · Lið · Landsleikir
Elvar Már Friðriksson · PAOK, Grikklandi · 68


Hilmar Smári Henningsson · Eisbären Bremerhaven, Þýskalandi · 14


Hjálmar Stefánsson · Valur · 21


Jón Axel Guðmundsson · CB Lucentum Alicante · 30


Kristinn Pálsson · Valur · 31


Kristófer Acox · Valur · 51


Martin Hermannsson · Alba Berlin, Þýskaland · 73


Orri Gunnarsson · OCS Swans Gmunden, Austurríki · 5


Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Hamar · 65


Sigurður Pétursson · Keflavík · 2


Sigtryggur Arnar Björnsson · Tindastóll · 33


Styrmir Snær Þrastarson · Belfius Mons-Hainaut, Belgíu · 14


Tómas Valur Þrastarson · Þór Þorlákshöfn · Nýliði


Tryggvi Snær Hlinason · Bilbao Basket, Spánn · 63


Þórir Guðmundur Þorbjarnarson · Tindastóll · 27


Ægir Þór Steinarsson · Stjarnan · 85

Þjálfari: Craig Pedersen
Aðstoðarþjálfarar: Baldur Þór Ragnarsson og Pavel Ermolinskij.

Einn leikmaður gat ekki gefið kost á sér að þessu sinni en það er Kári Jónsson frá Val sem að jafna sig eftir aðgerð v/ meiðsla og þá hefur Haukur Helgi Briem Pálsson þurft að draga sig úr boðuðum lansliðshóp, en varð fyrir meiðslum í umferðarslysi nýverið sem hann er að ná sér af.

Miðasala:
Stendur yfir á leikinn hér heima Ísland-Ungverjaland og stefnir í fullt hús – Örfáir miðar eftir í sölu:
stubb.is/events/oOYDJn

Heimasíða keppninnar: 

Allar nánari upplýsingar um leiki, riðla og úrslit:
www.fiba.basketball/eurobasket/2025/qualifiers

Fréttir
- Auglýsing -