spot_img
HomeFréttirÞetta er liðið sem ferðast til Pitesti í dag – Evrópumótið hefst...

Þetta er liðið sem ferðast til Pitesti í dag – Evrópumótið hefst á föstudag

Undir 16 ára lið drengja lagði í dag af stað til Pitesti í Rúmeníu á Evrópumótið 2023. Liðið hefur leik gegn Bosníu á föstudaginn kl. 17:30 að íslenskum tíma og stendur keppnin yfir frá 4.-13. ágúst.

Ísland leikur í riðli með Georgíu, Rúmeníu, Bosníu og Austurríki. Eftir riðlakeppnina verður leikið um sæti 1.-8. og 9.-21. 

Líkt og með aðra leiki Evrópumóta yngri landsliða verða leikir liðsins í fríu beinu vefstreymi sem aðgengilegt verður á heimasíðu mótsins.

Hérna er heimasíða mótsins

Íslenska U16 landslið drengja er skipaði eftirtöldum leikmönnum:


Atli Hrafn Hjartarson · Stjarnan
Bjarki Steinar Gunnþórsson · Stjarnan
Björn Skúli Birnisson · Stjarnan
Eiríkur Frímann Jónsson · Skallagrímur
Frosti Valgarðsson · Haukar
Guðlaugur Heiðar Davíðsson · Stjarnan
Haukur Steinn Pétursson · Stjarnan
Heimir Gamalíel Helgason · Njarðvík
Kristófer Breki Björgvinsson · Haukar
Magnús Sigurðsson · Ármann
Orri Guðmundsson · Breiðablik
Sævar Alexander Pálmason · Skallagrímur

Logi Guðmundsson frá Breiðablik lék á NM en meiddist því miður og missir af EM í ár.

Þjálfari: Snorri Örn Arnaldsson
Aðstoðarþjálfarar: Sigurður Friðrik Gunnarsson og Friðrik Hrafn Jóhannsson
Sjúkraþjálfari: Alex Mar Bjarkason

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil

Fréttir
- Auglýsing -