spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Þetta er 12 leikmanna lið Íslands sem mætir Tyrklandi á sunnudag

Þetta er 12 leikmanna lið Íslands sem mætir Tyrklandi á sunnudag

Íslenska landsliðið hélt af landi brott í morgun til Tyrklands þar sem liðið mun mæta heimamönnum komandi sunnudag 25. febrúar í seinni leik fyrsta glugga undankeppni EuroBasket 2025. Fyrri leikinn vann Ísland heima í Laugardalshöll gegn Ungverjalandi í gærkvöldi.

Hérna er meira um mótið

Fyrir leikina tvo var 16 leikmanna æfingahópur valinn og því ljóst að ekki myndu allir í þeim hópi leika báða leikina þar sem aðeins 12 geta verið á skýrslu. Fyrir fyrri leikinn voru Ragnar Nathanaelsson og Sigtryggur Arnar Björnsson meiddir og því ekki tiltækir fyrir leikina tvo. Samkvæmt tilkynningu áttu Hjálmar Stefánsson og Tómas Valur Þrastarson að koma inn í hópinn eftir fyrri leikinn og samkvæmt færslu KKÍ nú í morgun er ljóst að þeir tveir munu koma inn í hópinn fyrir Kristófer Acox og Sigurð Pétursson, sem ekki voru með í för til Tyrklands.

12 manna lið Íslands gegn Tyrklandi sunnudag 25. febrúar

Elvar Már Friðriksson · PAOK, Grikklandi · 69


Hilmar Smári Henningsson · Eisbären Bremerhaven, Þýskalandi · 15


Hjálmar Stefánsson · Valur · 21


Jón Axel Guðmundsson · CB Lucentum Alicante · 31


Kristinn Pálsson · Valur · 32


Martin Hermannsson · Alba Berlin, Þýskaland · 74


Orri Gunnarsson · OCS Swans Gmunden, Austurríki · 6


Styrmir Snær Þrastarson · Belfius Mons-Hainaut, Belgíu · 15


Tómas Valur Þrastarson · Þór Þorlákshöfn · Nýliði


Tryggvi Snær Hlinason · Bilbao Basket, Spánn · 64


Þórir Guðmundur Þorbjarnarson · Tindastóll · 28


Ægir Þór Steinarsson · Stjarnan · 86

Þjálfari: Craig Pedersen
Aðstoðarþjálfarar: Baldur Þór Ragnarsson og Pavel Ermolinskij.

Fréttir
- Auglýsing -