spot_img
HomeFréttirÞessir leikmenn fengu flest atkvæði til verðlauna fyrir 2019-20 tímabilið í NBA

Þessir leikmenn fengu flest atkvæði til verðlauna fyrir 2019-20 tímabilið í NBA

Nú fyrir helgina tilkynnti NBA deildin hvaða 3 leikmenn það hefðu verið sem hlotið höfðu flest atkvæði í þeim flokkum sem verðlaun eru veitt fyrir hvert tímabil í deildinni.

Tæknilega séð er tímabili NBA deildarinnar ekki lokið, en vegna þess hversu lengi þurfti að fresta mótinu, gerði deildin ráð fyrir því að kosið yrði um frammistöðu leikmanna til og með 11. mars síðastliðnum.

Endanlegir sigurvegarar verða svo kynntir á TNT sjónvarpsstöðinni þegar að liðið er meira á hið endurnýjaða mót.

Hér fyrir neðan má sjá tilnefningar í helstu flokkum:

Kia NBA Vermætasti leikmaður
• Giannis Antetokounmpo, Milwaukee Bucks
• James Harden, Houston Rockets
• LeBron James, Los Angeles Lakers

Kia NBA Nýliði Ársins
• Ja Morant, Memphis Grizzlies
• Kendrick Nunn, Miami Heat
• Zion Williamson, New Orleans Pelicans

Kia NBA Varnarmaður Ársins
• Giannis Antetokounmpo, Milwaukee Bucks
• Anthony Davis, Los Angeles Lakers
• Rudy Gobert, Utah Jazz

Kia NBA Sjötti maður Ársins
• Montrezl Harrell, LA Clippers
• Dennis Schröder, Oklahoma City Thunder
• Lou Williams, LA Clippers

Kia NBA Mestu Framfarir
• Bam Adebayo, Miami Heat
• Luka Dončić, Dallas Mavericks
• Brandon Ingram, New Orleans Pelicans

NBA Þjálfari Ársins
• Mike Budenholzer, Milwaukee Bucks
• Billy Donovan, Oklahoma City Thunder
• Nick Nurse, Toronto Raptors

Umræða um valið frá TNT:

Fréttir
- Auglýsing -