spot_img
HomeFréttirÞessir 12 leikmenn munu mæta Danmörku í kvöld

Þessir 12 leikmenn munu mæta Danmörku í kvöld

Ísland leikur í dag lokaleik sinn forkeppni undankeppni HM gegn Danmörku í Podgorica í Svartfjallalandi.

Staðan í riðli Íslands er þannig að Svartfjallaland er með þrjá sigra í efsta sæti, Ísland í öðru með einn og Danmörk því neðsta enn án sigurs. Tvö lið komast áfram og getur Ísland því með sigri í kvöld tryggt sig áfram, en fari svo að þeir tapi þurfa þeir að treysta á að Svartfellingar vinni Danmörku á morgun í síðasta leik riðilsins.

Leikurinn er kl. 18:00 og verður hann í beinni útsendingu á RÚV 2. Þá verður einnig fjallað um hann hér á Körfunni, þar sem einkunnir, umfjöllun og viðbrögð þjálfara og leikmanna verða aðgengileg laust eftir leik.

Heimasíða keppninnar

Hérna getur þú unnið íslensku landsliðstreyjuna

Hér fyrir neðan eru þeir 12 leikmenn sem munu spila leik kvöldsins, en í kvöld verða það Hilmar Smári Henningsson og Ragnar Örn Bragason sem hvíla líkt og í leik gærkvöldsins gegn Svartfjallalandi.

Nafn, félag · landsleikir
Elvar Már Friðriksson, Telnet Giants Antwerp, Belgíu · 53
Davíð Arnar Ágústsson, Þór Þorlákshöfn · 4
Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík · 89
Kári Jónsson, Basket Girona, Spánn · 19
Kristinn Pálsson, Grindavík · 20
Kristófer Acox, Valur · 41
Ólafur Ólafsson, Grindavík · 43
Ragnar Ágúst Nathanaelsson, Stjarnan · 52
Sigtrygur Arnar Björnsson, Tindastóll · 17
Tryggvi Snær Hlinason, Zaragoza, Spánn · 44
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, KR · 11
Ægir Þór Steinarsson, Stjarnan · 67

Fréttir
- Auglýsing -