KKÍ er þessa stundina með skemmtilegan leik á Instagram síðu sinni þar sem í vinning eru tveir landsliðsbúningar með nafni og númeri að eigin vali. Leikurinn virkar þannig að þú fylgir KKÍ á Instagram og merkir einn vin á færsluna sem hér er fyrir neðan.

Hérna er KKÍ á Instagram

Íslenska landsliðið leikur næstu dagana fjóra leiki í forkeppni undankeppni HM 2023 í sóttvarnarbúbblu FIBA í Svartfjallalandi. Leikar hefjast á morgun gegn heimamönnum í Svartfjallalandi, en strax daginn eftir leika þeir gegn Danmörku.

Hérna er lið Íslands