Dedrick Basile lék eins og sá er valdið hefur á gamla heimavelli sínum í Njarðvík þegar hann og Grindvíkingar höfðu góðan sigur gegn heimamönnum. Lokatölur 87-95 þar sem Basile var með 30 stig, Kane 24 en Carlos 26 í liði heimamanna og honum næstur Chaz með 21 stig.
Karfan spjallaði við Dedrick Basile leikmann Grindavíkur eftir leik í Ljónagryfjunni.