spot_img
HomeBikarkeppniÞessi lið verða í pottinum þegar dregið verður í undanúrslit VÍS bikarkeppninnar

Þessi lið verða í pottinum þegar dregið verður í undanúrslit VÍS bikarkeppninnar

Átta liða úrslit VÍS bikarkeppni karla kláruðust í kvöld með þremur leikjum.

Bikarmeistarar Stjörnunnar voru fyrstir til að tryggja sig áfram með sigri gegn Skallagrími í hörku leik í gær.

Í kvöld lagði Valur lið Grindavíkur, Keflavík hafði betur gegn Njarðvík og Höttur lagði KR með minnsta mun mögulegum.

Karla megin verða því Keflavík, Stjarnan, Höttur og Valur sem verða í pottinum þegar dregið verður í undanúrslitum keppninnar.

Kvenna megin réðust átta liða úrslitin í gær og þar verða Keflavík, Haukar, Stjarnan og Snæfell í pottinum þegar dregið verður í undanúrslit.

Úrslit kvöldsins

VÍS bikarkeppni karla – 8 liða úrslit

Valur 90 – 80 Grindavík

Valur: Callum Reese Lawson 37/9 fráköst, Frank Aron Booker 13, Kristófer Acox 13/6 fráköst, Kári Jónsson 11/7 stoðsendingar, Ozren Pavlovic 7, Daði Lár Jónsson 3, Hjálmar Stefánsson 2/8 fráköst, Pablo Cesar Bertone 2, Ástþór Atli Svalason 2, Þorgrímur Starri Halldórsson 0, Brynjar Snaer Gretarsson 0.


Grindavík : Damier Erik Pitts 23/4 fráköst, Ólafur Ólafsson 17/12 fráköst, Gkay Gaios Skordilis 14/5 fráköst/3 varin skot, Kristófer Breki Gylfason 11/5 fráköst, Bragi Guðmundsson 7, Valdas Vasylius 5/4 fráköst, Nökkvi Már Nökkvason 3, Hafliði Ottó Róbertsson 0, Hinrik Guðbjartsson 0, Arnór Tristan Helgason 0, Magnús Engill Valgeirsson 0, Hilmir Kristjánsson 0.

Keflavík 99 – 86 Njarðvík

Keflavík: Eric Ayala 26/6 fráköst/6 stoðsendingar, Dominykas Milka 22/10 fráköst, Valur Orri Valsson 18, Igor Maric 12/5 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 5/4 fráköst/5 stoðsendingar, Halldór Garðar Hermannsson 5, Jaka Brodnik 5/5 fráköst, Ólafur Ingi Styrmisson 4/4 fráköst, David Okeke 2, Almar Stefán Guðbrandsson 0, Magnús Pétursson 0, Frosti Sigurðsson 0.


Njarðvík: Dedrick Deon Basile 27/4 fráköst/10 stoðsendingar, Nicolas Richotti 22/5 fráköst, Jose Ignacio Martin Monzon 20, Mario Matasovic 10/4 fráköst, Logi Gunnarsson 3, Lisandro Rasio 2, Maciek Stanislav Baginski 2/5 fráköst, Rafn Edgar Sigmarsson 0, Oddur Rúnar Kristjánsson 0, Bergvin Einir Stefánsson 0, Ólafur Helgi Jónsson 0, Elías Bjarki Pálsson 0.

KR 93 – 94 Höttur

KR: Elbert Clark Matthews 37/4 fráköst, Jordan Semple 25/11 fráköst, Veigar Áki Hlynsson 9, Roberts Freimanis 9/6 fráköst, Þorvaldur Orri Árnason 8/4 fráköst/3 varin skot, Dagur Kár Jónsson 3/11 stoðsendingar, Aapeli Elmeri Ristonpoika Alanen 2, Hallgrímur Árni Þrastarson 0, Lars Erik Bragason 0, Emil Alex Richter 0, Þorsteinn Finnbogason 0, Gíslí Þór Oddgeirsson 0.


Höttur: Timothy Guers 32/4 fráköst, Matej Karlovic 15, Nemanja Knezevic 12/8 fráköst/5 stoðsendingar, Adam Eiður Ásgeirsson 11, Obadiah Nelson Trotter 8/4 fráköst, David Guardia Ramos 8/5 fráköst, Juan Luis Navarro 5/6 fráköst, Gísli Þórarinn Hallsson 3, Óliver Árni Ólafsson 0, Sigmar Hákonarson 0.

Fréttir
- Auglýsing -