Lokamót EuroBasket fór af stað á fimmtudaginn fyrir viku í Georgíu, Tékklandi, Ítalíu og Þýskalandi. Eins og í síðustu skipti var riðlakeppnin á ólíkum stöðum álfunnar áður en útsláttarkeppnin hefst, en þetta árið fer hún öll fram í Berlín í Þýskalandi.
Að lokinni riðlakeppni eru leikin sextán liða úrslit, en þetta árið voru það Spánn, Tyrkland, Svartfjallaland, Belgía, Slóvenía, Þýskaland, Frakkland, Litháen, Úkraína, Ítalía, Króatía, Serbía, Pólland, Finnland og Tékkland sem tryggðu sig áfram í útsláttarkeppnina.
RÚV hefur verið með útsendingar frá völdum leikjum riðlakeppninnar, en mun svo sýna alla 16 leiki útsláttakeppninnar í beinni útsendingu frá 10. til 18. september.
Þetta eru viðureignir sextán liða úrslita EuroBasket 2022:
10. september
Tyrkland Frakkland – kl. 10:00
Slóvenía Belgía – kl. 12:45
Þýskaland Svartfjallaland – kl. 16:00
Spánn Litháen – kl. 18:45
11. september
Úkraína Pólland – kl. 10:00
Finnland Króatía – kl. 12:45
Serbía Ítalía – kl. 16:00
Grikkland Tékkland – kl. 18:45