Thelma Dís Ágústsdóttir og Ball State Cardinals lögðu í kvöld Bellermine Knights í bandaríska háskólaboltanum, 63-84.
Leikurinn var sá þriðji í röð sem að Cardinals vinna, en það sem af er tímabili hafa þær unnið sjö leiki og tapað þremur.
Thelma Dís var í byrjunarliði Cardinals í leiknum og skilaði 18 stigum, 2 fráköstum og stoðsendingu, en hún var næst stigahæst í liðinu.
Næsti leikur Thelmu og Cardinals er þann 29. desember gegn Western Michigan Broncos.