spot_img
HomeFréttirÞægilegur sigur hjá Fjölni

Þægilegur sigur hjá Fjölni

Fjölnir sigraði Þór Akureyri örugglega í dag þegar liðin áttust við í Dalhúsum í 1. deild kvenna. Heimakonur náðu yfirhöndinni strax á upphafsmínútum leiksins og leiddu með 6 stigum eftir fyrsta fjórðung. Þær skelltu í lás í öðrum leikhluta og héldu Þór í 5 stigum í fjórðungnum. Það sama var upp á teningnum í þriðja leikhluta og leiddi Fjölnir með 25 stigum fyrir lokaleikhlutann, 59-24. Svo fór að þær lönduðu öruggum 29 stiga sigri, 75-46.

Atkvæðamest í liði Fjölnis var Alexandra Petersen með 18 stig, 5 fráköst og 4 stoðsendingar, Erla Sif Kristinsdóttir skoraði 11 stig, Fanney Ragnarsdóttir skoraði 9 stig og tók 6 fráköst og Sara Diljá Sigurðardóttir tók 9 fráköst, skoraði 4 stig og var með 4 stolna bolta.

Hjá Þór var Sylvía Rún Hálfdanardóttir atkvæðamest með 26 stig og 12 fráköst, Hrefna Ottósdóttir skoraði 8 stig og Karen Lind Helgadóttir skoraði 4 stig og tók 9 fráköst.

Fjölnir er með fullt hús stiga í deildinni eftir tvo leiki líkt og Grindavík en liðin munu eigast við á föstudaginn næstkomandi þegar boðið verður upp á tvíhöfða í Dalhúsum. Þórsarar sem eru með tvö stig eftir tvo leiki taka á móti Njarðvík á sunnudaginn.

Tölfræði leiks 

Myndasafn úr leik (Bára Dröfn)

Fréttir
- Auglýsing -