09:30
{mosimage}
(Helena og liðsfélagar í TCU eru úr leik í NCAA keppninni þetta árið)
Helena Sverrisdóttir og félagar eru úr leik í bandaríska háskólaboltanum eftir tap gegn South Dakota State í gærkvöldi í úrslitum NCAA keppninnar. South Dakota komst í metabækur í háskólaboltanum með því að skora 16 þriggja stiga körfur og var nýtingin frábær eða 51%.
South Dakota State vann öruggan sigur 90:55 Helena Sverrisdóttir var stigahæst hjá TCU með 12 stig, tók flest fráköst eða 8 talsins og gaf 4 stoðsendingar. Helena er á sínu öðru ári af fjórum hjá TCU og er þátttaka liðsins í úrslitakeppninni mikil reynsla fyrir hana og verður gaman að fylgjast með liðinu á næstu árum.
Þetta kemur fram á heimasíðu Körfuknattleikssambands Íslands, www.kki.is