11:33
{mosimage}
(Helena lék vel í nótt en TCU lá engu að síður)
Mountain West Championships hófst í nótt hjá Helenu Sverrisdóttur og félögum í TCU í Las Vegas í Nevada. Skemmst er frá því að segja að Helena mátti sætta sig við 84-75 ósigur á 21 árs afmælisdaginn sinn. Þrátt fyrir ósigurinn var Helena að vanda atkvæðamikil í liði TCU með 16 stig, 13 fráköst, 8 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Þetta var níunda tvennan hjá Helenu á leiktíðinni!
Nú er TCU úr leik í MWC keppninni og næst á dagskrá NCAA mótið en þar leikur TCU sinn fyrsta leik laugardaginn 21. mars en enn er óákveðið hverjir andstæðingar þeirra verða.