spot_img
HomeFréttirTau vann fyrsta leikinn á Spáni

Tau vann fyrsta leikinn á Spáni

8:30

{mosimage}

Tiago Splitter var stigahæstur gestanna 

Fyrsti leikur Barcelona og Tau Ceramica í úrslitum spænska boltanum fór fram í gærkvöldi á heimavelli Barcelona fyrir framan 7123 áhorfendur og fór svo að gestirnir sigruðu 75-64. Heimamenn byrjuðu betur í leiknum en gestirnir sigu fram úr í lok fyrsta leikhluta. Eftir það var í raun aldrei spurning um hver yrði siguvegari leiksins, Tau komst 16 stigum yfir í öðrum leikhluta og leiddi með 14 í hálfleik. Barcelonamenn reyndu hvað þeir gátu og komu muninum niður í 4 stig í upphafi fjórða leikhluta en þá settu Taumenn aftur í gang og sigurinn var aldrei í hættu.

Tiago Splitter var stigahæstur gestanna með 21 stig og Igor Rakocevic skoraði 12. Hjá heimamönnum skoraði Ersan Ilyasova 21 stig og Roger Grimau 17.

Næsti leikur liðanna er á heimavelli Tau Ceramica á laugardag.

[email protected]

Mynd: www.elmundo.es

Fréttir
- Auglýsing -