20:27
{mosimage}
Tau Ceramica steig skrefi nær spænska titlinum í kvöld þegar liðið lagði Barcelona öðru sinni á útivelli í úrslitaeinvígi deildarinnar, 74-78. Liðin leika næst á þriðjudag á heimavelli Tau og getur liðið klárað einvígið þar og tryggt sér titilinn.
Taumenn mættu ákveðnari til leiks í kvöld og höfðu frumkvæðið allan leikinn en heimamenn klóruðu í bakkann af og til og komu muninum niður í 1 stig en Tau menn hleyptu þeim aldrei framúr.
Pete Micheal var stigahæstur Taumanna með 20 stig en Igor Rakocevic skoraði 17. Fyrir heimamenn skoraði Ersan Ilyasova 15 og Roger Grimau 11.
Mynd: www.euroleague.net