spot_img
HomeFréttirTap hjá Zaragoza og Manresa

Tap hjá Zaragoza og Manresa

 
Félagarnir Haukur Helgi Pálsson og Jón Arnór Stefánsson riðu ekki feitum hestum í ACB deildinni í dag þegar lið þeirra Zaragoza og Manresa máttu bæði þola ósigur, Zaragoza á heimavelli en Manresa á útivelli.
CAI Zaragoza 77-86 Lagun Aro GBC
Jón Arnór var í byrjunarliði Zaragoza og lék í rúmar 22 mínútur og skoraði 7 stig í leiknum. Jón var einnig með 2 fráköst en brenndi af báðum þristunum sem hann tók.
 
Cajasol 70-65 Manresa
Haukur var ekki í byrjunarliði Manresa en lék í tæpar tíu mínútur og náði ekki að skora. Hann brenndi af tveimur skotum í teignum og tveimur þriggja stiga skotum en tók eitt frákast í leiknum.
 
Fréttir
- Auglýsing -