spot_img
HomeFréttirTap hjá Zaragoza og Manresa á Spáni

Tap hjá Zaragoza og Manresa á Spáni

 Jón Arnór Stefánsson og félagar í CAI Zaragoza töpuðu sínum fyrsta leik á leiktíðinni þegar þeir heimsóttu Valencia heim. 83:73 var lokastaða leiksins þar sem Valencia  virtust vera sterkari aðilinn mest allan leikinn.  Haukur Helgi Pálsson og hans menn í Manresa töpuðu einnig þegar mættu Joventut og í raun var sömu sögu að segja þar sem að heimamenn í Joventut virtust vera með frumkvæðið nánast allan leikinn.  
 
 Jón Arnór spilaði 21 mínútu fyrir Zaragoza og setti niður 5 stig á þeim en sem fyrr var kappinn ekki mikið að skjóta boltanum.  Líkt og hjá Jóni þá var Haukur ekki kannski mikið með boltann í höndunum en hann setti sín 2 stig á þeim 13 mínútum sem hann spilaði. Haukur átti hinsvegar fína takta þegar hann “smurði” einn leikmann Joventut í spjaldið, vel gert Haukur! Hægt er að sjá “smurninguna” á myndbandinu hér að neðan. 
 
 
 
 
 Myndbrot frá leikjunum. 
 

Fréttir
- Auglýsing -