spot_img
HomeFréttirTap gegn Noregi í öðrum leik Evrópumótsins í Makedóníu

Tap gegn Noregi í öðrum leik Evrópumótsins í Makedóníu

Undir 20 ára kvennalið Íslands mátti þola tap í dag fyrir Noregi á Evrópumótinu í Makedóníu, 57-71. Liðið hefur því unnið einn leik og tapað einum það sem af er, en síðasti leikur þeirra í riðlakeppni er gegn Slóveníu komandi miðvikudag 13. júlí.

Ísland byrjaðiu leik dagsins ágætlega, leiddu eftir fyrsta leikhluta með tveimur stigum, 17-15. Noregur nær þó tökum á leiknum undir lok fyrri hálfleiksins, en þegar að liðin halda til búningsherbergja í hálfleik er forysta þeirra sex stig, 31-37.

Enn bætir Noregur við forystu sína í upphafi seinni hálfleiksins og eru þær komnar 11 stigum yfir eftir þriðja leikhluta, 43-54. Í lokaleikhlutanum gera þær svo nóg til þess að sigra leikinn að lokum með 14 stigum, 57-71.

Elísabeth Ýr Ægisdóttir var atkvæðamest fyrir Ísland í leiknum með 14 stig, 13 fráköst og 4 stoðsendingar. Henni næst var Helena Rafnsdóttir með 13 stig og 6 fráköst.

Næsti leikur Íslands er komandi miðvikudag 13. júlí gegn Slóveníu.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -