spot_img
HomeFréttirTap fyrir Hollandi í sveiflukenndum leik

Tap fyrir Hollandi í sveiflukenndum leik

Undir 20 ára karlalið Íslands leikur þessa dagana á Evrópumóti í Matosinhos í Portúgal. Í dag tapaði liðið fyrir Hollandi með 19 stigum, 68-87, í umspili um 5.-8. sæti á mótinu.

Leikur dagsins var sveiflukenndur í meira lagi. Eftir fyrsta leikhluta var Holland 8 stigum yfir, 10-18. Ísland náði þá að snúa taflinu sér í vil undir lok fyrri hálfleiksins, en þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik voru þeir 6 stigum yfir, 38-32.

Seinni hálfleikurinn er svo líklega eitthvað sem að leikmenn og þjálfarar Íslands vilja gleyma sem fyrst. Eftir að hafa farið sæmilega af stað, tapa þeir þriðja leikhlutanum með 12 stigum og eru því 6 stigum undir fyrir lokaleikhlutann, 54-60. Í honum var svo bara meira af því sama frá þeim og að lokum sigraði Holland með 19 stigum, 68-87.

Atkvæðamestur fyrir Ísland í leiknum var Hilmar Pétursson, en hann skoraði 13 stig, tók 2 fráköst og gaf 9 stoðsendingar.

Tölfræði leiks

Hérna er upptaka af leiknum

Á morgun leikur liðið svo lokaleik sinn á mótinu, en það mun vera í umspili um sæti 7-8.

Fréttir
- Auglýsing -