Valencia heldur uppteknum hætti og eru enn taplausir á leiktíðinni. Í dag voru það Bilbao sem urðu að bíta í það súra á sínum eigin heimavelli en tæpt var það. Knýja þurfti tvær framlengingar til að ná úrslitum úr leiknum og það voru loks Valencia sem stóðu uppi sem sigurvegarar, 111:104. Jón Arnór Stefánsson spilaði 8 mínútur og setti niður 2 stig.
Eftir leiki dagsins eru það enn Barcelona og Valencia sem verma toppsætið, bæði ósigruð eftir. 6 umferðir. Valencia mætir í næstu umferð liði Retabet GBC. Barcelona á hinsvegar erfiðan leik gegn Laboral Kutxa.