spot_img
HomeSubway deildinSubway deild karlaTæknivillum fjölgar um 23% í Domino's deild karla

Tæknivillum fjölgar um 23% í Domino’s deild karla

Dæmdum tæknivillum í Domino’s deild karla hefur fjölgað um 22% frá sama tíma á síðustu leiktíð.

Nú þegar tæplega 90 leikir hafa verið leiknir hafa 65 tæknivillur verið tæmdar á móti 53 í fyrra sem samsvarar aukningu upp á 22,6%. Fyrsta umferð leiktíðarinnar fór vel af stað hvað þetta varðar eins og sjá má á meðfylgjandi mynd en stökk í annarri og þriðju umferð færir línu þessarar leiktíðar hátt upp fyrir hinar tvær – en hefur þó haldið takti síðan þá.

Hvað óíþróttamannslegar villur varðar er takturinn sá sami og í fyrra en alls hafa 77 slíkar verið dæmdar það sem af er yfirstandandi leiktíð á móti 80 í fyrra.

Fyrir síðustu leiktíð var skrefareglum FIBA breytt og fækkaði skrefadómum um 60% milli ára. Á þessari leiktíð er leitni í átt að fleiri dómum frá síðustu leiktíð en nú þegar hefur 131 skrefadómur fallið á móti 87 á sama tíma í fyrra.

Fréttir
- Auglýsing -