spot_img
HomeFréttir"Svolítið fljótir að gefast upp í byrjun þriðja"

“Svolítið fljótir að gefast upp í byrjun þriðja”

Haukar lögðu Breiðablik í kvöld í Smáranum í fyrstu umferð Subway deildar karla.

Hérna er meira um leikinn

Ívar Ásgríms þjálfari Breiðabliks þarf nú á allri sinni reynslu að halda enda útlitið ekki mjög fagurt:

Ívar…þetta var bara ljótt…?

Jah, mér fannst við allt í lagi í fyrri hálfleik en bara alltof mikið af turnovers…mér fannst það vera munurinn í fyrri hálfleik…

…það voru þessir turnovers sem sparkaði þessu af stað fyrir þá í byrjun…

Já, svo hittu þeir líka mjög vel. Mér fannst við vera með ágætis leik í fyrri hálfleik, ungu strákarnir spiluðu vel í fyrri hálfleik og komu tilbúnir í þennan leik. Að vera með einhver 12 turnovers í fyrri hálfleik var bara munurinn. En svo vorum við svolítið fljótir að gefast upp í byrjun þriðja, byrjuðum illa, vorum ekki nógu físikal…og þeir hittu úr öllu og við gefumst upp.

Þetta fer bara á fyrstu þrem í þriðja eða svo…

Jájá…þá er þetta bara búið. En fyrri hálfleikur var allt í lagi, þeirra útlendingar eru bara frábærir…

…og þínir kannski ekki alveg jafn frábærir…?

Nei…þeir voru langt frá sínu besta, Keith strögglaði í þessum leik, hann á mikið inni, stóri maðurinn okkar bara nýkominn, hann á eftir að komast betur inn í þetta og komast í form. En vandamálið var bara þessi turnovers og svo gerum við líka of mikið af mistökum varnarlega. Mér fannst munurinn í hálfleik kannski ekki gefa alveg rétta mynd af þessu…

Jákvæðu punktarnir eru kannski þeir, fyrir utan að þetta er nú bara fyrsti leikurinn, að ungu strákarnir koma inn og virtust ekkert vera hræddir og tóku sín skot, það skora einhverjir 10 hjá þér í þessum leik, fæstir mikið að vísu en…eitthvað jákvætt…

Jájá, við höfum talað um það að við ætlum að gefa ungu strákunum séns og við erum að gera það, en það er ljóst að þeirra útlendingar eru bara gríðarlega öflugir á meðan okkar voru að ströggla. Everage spilaði ágætlega til að byrja með en var svo bara orðinn þreyttur. Við þurfum að fá meira frá Keith og Steadman. Guillermo er svo bara þjálfari hjá okkur, hann er ekki að æfa mikið með okkur og er bara svona backup.

Sagði Ívar, og vonandi þróast málin í góða átt fyrir Blika, annars gæti þetta orðið snjóþungur vetur í Kópavoginum.

Fréttir
- Auglýsing -