spot_img
HomeFréttirSvipmyndir: Öruggt hjá Skallagrím í Jakanum

Svipmyndir: Öruggt hjá Skallagrím í Jakanum

 
Stelpurnar í meistaraflokki Skallagríms í körfubolta gerðu góða ferða á Ísafjörð laugardaginn 20. nóvember. Borgarnesstelpurnar tefldu fram nýjum leikmanni í þessum leik en það er hún Charmaine Clark, sem er 22 ára stelpa frá Bandaríkjunum. Hún vippaði sér beint inn í byrjunarliðið og átti eftir að láta finna fyrir sér svo um munaði í leiknum. Clark lék með Grindavík í Iceland Express deild kvenna en það dæmi gekk ekki upp svo nú er hún fyrsti erlendi leikmaðurinn í röðum kvennaliðs Skallagríms.
Svipmyndir frá leiknum má sjá hér en lokatölur reyndust 84-47 Skallagrím í vil og nánar má lesa um leikinn sjálfan hér.

 
Ljósmynd/ Sigríður Leifsdóttir
Fréttir
- Auglýsing -