spot_img
HomeFréttirSvetislav Pesic: Íslenska landsliðið spilar frábæran körfubolta

Svetislav Pesic: Íslenska landsliðið spilar frábæran körfubolta

Svetislav Pesic var aðalfyrirlesari á Þjálfaranámskeiði 2.c sem fram fer í Ásgarði í dag. Pesic er einn sigursælasti þjálfari Evrópu en hann er frá Serbíu og hefur unnið Euroleague sem leikmaður og þjálfari og er þar í hópi með einungis tveimur öðrum. Sem þjálfari hefur hann þjálfað besti félags-og landslið í heimi. Hann hefur vann Euroleague sem þjálfari Barcelona árið 2003 og þjálfaði landslið Júgóslavíu sem varð heimsmeistari árið 2002 þar sem liðið vann meðal annars stjörnumprídd landslið Bandaríkjana og eitt af fáum löndum sem hefur tekist það síðan NBA leikmenn hófu að leika fyrir Bandaríkin. Hann þjálfaði einnig landslið Þýskalands. 

 

Karfan.is spjallaði við Pesic örstutt í dag um komu hans til Íslands, þjálfaranámið og þróun íslenska körfuboltans eftir að hann hafði lokið fyrirlestri sínum fyrr í dag. 

 

„Áhersluefnin mín voru sóknar- og varnarhlutar hraðaupphlaupa og boltahindranna. Þetta eru mjög áhugaverðir punktar í dag fyrir okkar leik. Leikurinn breystist eftir ákveðnum reglum frá FIBA sem þýðir að hraðaupphlaup verða mikilvægur hluti af leiknum. Boltahindranir (e. Pick and roll) eru notuð 60%-70% í sóknum liða í dag sem þýðir að það er mikilvægt fyrir varnarleikinn að vera skipulagður og geta tekist á við það.“ sagði Pesic um áherslur sínar á námskeiðinu. 

 

Svetislav Pesic hefur líkt og margir tekið eftir árangri íslenska liðsins á Eurobasket síðustu ár. Hann sagðist spenntur fyrir því að fylgjast með liðinu en hann vann Eurobasket árið 1993 og 2001 sem þjálfari Þýskalands og Júgóslavíu. 

 

„Íslenska liðið, áhorfendur og allir í kringum liðið var mjög spennandi á Eurobasket 2015 í Berlín. Íslenska landsliðið spilaði frábæran körfubolta á móti bestu liðum Evrópu og heims. Liðið tapaði jöfnum leikjum en spiluðu vel, en bjuggu til góðar minningar sem þeir munu taka með sér á næsta Eurobasket.“ sagði Pesic en hvað finnst honum um líkur liðsins á að ná úrslitum: 

 

„Riðillinn er mjög sterkur en liðin í honum eru ekki jafn sterk og Ísland fékk síðast. Ef Íslandi tekst að bæta sig og nýta reynsluna frá síðasta móti og spila enn betur getur allt gerst. Stundum þarf smá heppni til að vinna leiki, eitt skot var oft á milli þess að Ísland myndi vinna leik á síðasta móti. Ég held að Íslenska liðið muni hafa þessa heppni með sér á næsta evrópumóti.“

 

Viðtalið við Pesic má finna í heild sinni hér að neðan: 

 

 

Mynd og viðtal / Ólafur Þór Jónsson

Fréttir
- Auglýsing -