spot_img
HomeFréttirSvendborg steinlág gegn Bakken Bears

Svendborg steinlág gegn Bakken Bears

Svendborg Rabbits sem Arnar Guðjónsson þjálfar í dönsku úrvalsdeildinni töpuðu stórt gegn stórliði Bakken Bears í gær. 

 

Bakken gáfu tóninn strax í upphafi með því að komast í stöðuna 10-1 og ljóst að verkefni kanínanna frá Svendborg yrði strembið. Bakken Bears gáfu bara enn meira í og héldu leikmönnum Svendborg niðri með frábærum varnarleik.

 

Lokastaðan í leiknum var 41-75 fyrir Bakken Bears. Svendborg er eftir leikinn í fjórða sæti deildarinnar með 12 stig en Bakken Bears eru í öðru sæti með 18 en liðið hefur einungis tapað einum leik á tímabilinu. 

 

Axel Kárason leikur með Svendborg Rabbits en hann var með 2 stig og 4 fráköst á 23 mínútum fyrir liðið. Á dögunum samdi félagið við Stefan Bonneau sem mun hefja leik með þeim á nýju ári. Miðað við stigaskor þessa leiks mun Bonneau gera mikið fyrir sóknarleikinn. 

 

Arnar Guðjónsson og félagar mæta næst liði Stevnsgade SuperMen á sunnudaginn en þeir eru í neðsta sæti deildarinnar án sigurs þegar ellefu leikjum er lokið í dönsku úrvalsdeildinni. 

Mynd / Michael Bager  – Fyens.dk 

Fréttir
- Auglýsing -