spot_img
HomeFréttirYfirgefur Njarðvík

Yfirgefur Njarðvík

Aðstoðarþjálfari Njarðvíkur í Subway deild karla Daníel Guðni Guðmundsson mun ekki halda áfram hjá félaginu á næsta tímabili. Staðfestir Daníel þetta í færslu á samfélagsmiðlum fyrr í dag.

Daníel Guðni var aðstoðarþjálfari Benedikts Guðmundssonar hjá félaginu síðustu tvö tímabil, en líkt og Daníel mun Benedikt yfirgefa Njarðvík og í stað hans kemur Rúnar Ingi Erlingsson.

Færsla Daníels:

Takk fyrir mig í bili Njarðvík

Skemmtilegt tímabil á enda eftir 10 krefjandi leiki í úrslitakeppni. Nálægt lokaúrslitum en svona er boltinn. Gefur og tekur.

Þakka leikmönnum, stjórn, stuðningsmönnum og öllum Njarðvíkingum fyrir síðustu tvö tímabil.

Sérstaklega vil ég þakka Benna fyrir gott samstarf og góðar stundir á parketinu

Fréttir
- Auglýsing -