spot_img
HomeFréttirStyttist í hraðmót m.fl.kvenna

Styttist í hraðmót m.fl.kvenna

14:35
{mosimage}

Nú styttist óðum í hraðmót UMFN í körfubolta fyrir m.fl. kvenna, sem verður einn af dagskrárliðum Ljósanætur 4.-6. september 2008. Flest af sterkustu liðum landsins hafa staðfest þátttöku á mótinu, m.a. Íslandsmeistarar Keflavíkur og bikarmeistarar Grindavíkur. Áætlað er að leikið verði fimmtudgaskvöld, föstudagskvöld og leikið um sæti á laugardegi. Forráðamenn þeirra liða sem hyggja á þáttöku og hafa enn ekki skráð sig er bent á að senda tölvupóst á netfangið [email protected]  

Matvöruverslunin Góður KOSTUR ehf, í Njarðvík hefur ákveðið að styrkja starfsemi kvennaráðs kkd UMFN. Einn liður í því samstarfi er að hraðmótið mun bera nafn verslunarinnar.

 

www.umfn.is

Fréttir
- Auglýsing -