9:23
{mosimage}
Eins og lesendur karfan.is hafa eflaust tekið eftir þá höfum við verið að spyrja bæjarstjóra í þeim sveitarfélögum þar sem leikinn verður úrvalsdeildarkörfubolti á næsta ári en ekkert parketgólf er að finna á íþróttahúsum. Þetta gerum við í kjölfar tillögu sem samþykkt var á Ársþingi KKÍ á dögunum þar sem það er sett í reglugerðir að allir leikir í efstu deild karla og kvenna skuli leiknir á parketgólfum frá tímabilinu 2010-11.
Nú hefur okkur borist svar frá Reykjavíkurborg, nánar tiltekið Íþrótta og tómstundaráði Reykjavíkur. Áður höfðu Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri á Akureyri, Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri í Hveragerði og Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri í Skagafirði svarað.
En hér kemur svar Steinþórs Einarsson skrifstofustjóra íþróttamála hjá ÍTR við spurningunni hvernig Reykjavík muni bregaðst við þessari reglugerð. Síðasta tímabil léku þrjú félög í Reykjavík í efstu deild karla á dúk, KR, Fjölnir og ÍR. En hér kemur svar Steinþórs:
Í dag er staðan þannig að við erum með parketgólf í
íþróttahúsi KR,
íþróttahúsi Vals,
íþróttahúsi Fram
Laugardalshöll,
Í útboði er nýtt körfuboltagólf á Íþróttahús Fjölnis
Gert er ráð fyrir að parketgólf verði á nýju íþróttahúsi ÍR sem er gert ráð fyrir að rísi á árunum 2009-10 á félagssvæði ÍR í Mjóddinni.
Karfan.is þakkar svörin og nú vantar einungis svar úr Kópavoginum.