Styrmir Snær Þrastarson og Davidson lögðu Johnson & Wales Wildcats í gærkvöldi í bandaríska háskólaboltanum, 64-106.
Leikurinn var sá níundi sem Davidson vinnur í röð, en leikinn þar á undan höfðu þeir lagt topplið Alabama Crimson Tide í nokkuð spennandi leik. Það sem af er tímabili hefur Davidson unnið tíu leiki og aðeins tapað tveimur.
Á 18 mínútum spiluðum skilaði Styrmir 12 stigum, 2 fráköstum og 3 stoðsendingum, en hann var næst stigahæstur í liði Davidson í leiknum.
Næsti leikur Styrmis og Davidson er á gamlársdag gegn Duquesne.