spot_img
HomeFréttirStúlkurnar unnu til verðlauna

Stúlkurnar unnu til verðlauna

 

 

Undir 16 ára lið stúlkna sigraði Eistland með 21 stigi, 75-54, í lokaleik sínum á Norðurlandamótinu í Kisakallio. Stúlkurnar enduðu því í þriðja sæti mótsins, einum sigurleik fyrir aftan Danmörku í öðru sætinu og tveimur fyrir aftan Finnland, sem vann mótið.

 

Gangur leiks

Íslensku stelpurnar voru hægar í gang í leik dagsins. Eftir fyrsta leikhluta leiddu þær þó 15-10. Það var svo í öðrum leikhlutnum sem þær komust almennilega í gang, en þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik leiddu þær með 13 stigum, 39-26.

 

Í upphafi seinni hálfleiksins gerðu þær svo endanlega út um leikinn. Leiddu með 16 stigum fyrir lokaleikhlutann, 55-39. Fór svo að lokum að þær sigldu góðum 75-54 sigri í höfn og þar með bronsverðlaunum mótsins

 

Tölfræðin lýgur ekki

Eistnesku stelpurnar töpuðu 32 boltum í leiknum á móti aðeins 14 hjá Íslandi.

 

Kjarninn

Virkilega verðskuldaður sigur hjá íslenska liðinu í dag og þær vel að verðlaununum komnar. Fyrr í mótinu gerðu þær í tvígang virkilega vel í að vinna sig inn í leiki og vinna þá. Spennandi verður að sjá hvernig þeim vegnar á Evrópumótinu sem að þær eru á leiðinni í.

 

Hetjan

Eygló Óskarsdóttir var best í annars mjög fínu liði Íslands í dag. Skilaði 11 stigum, 4 fráköstum og 3 vörðum skotum á aðeins 15 mínútum spiluðum.

 

Úrvalsliðið

Leikmaður Íslands, Ásta Júlía Grímsdóttir, var valin í úrvalslið mótsins, en þu verðlaun fá aðeins fimm leikmenn úr hverjum aldursflokk.

 

Tölfræði

Myndasafn

 

Viðtöl:

Fréttir
- Auglýsing -