Edwin Jackson leikmaður Frakklands var ánægður með sigurinn á Íslandi. Hann sagði það geta verið erfitt að spila leiki sem þennan sem liðið átti að vinna. Hann hrósaði frammistöðu Íslands og sagðist vera hrifinn af íslensku stuðningsmönnunum.
„Til að byrja með þá erum við heppnir að þeir mættu því höllin hefði verið ansi tóm án þeirra. Án alls gríns þá voru stuðningsmenn Íslands æðislegir.“
„Þeir eru skilgreining á alvöru aðdáendum. Þeir styðja liðið áfram þó það sé 25-30 stigum undir. Hafa alltaf gert það í þeim mótinum sem ég hef leikið á með U16 eða U18 landsliðunum. Eru líklega bestu stuðningsmenn í evrópu.“
Blaðamannafund Frakklands eftir sigurinn á Íslandi má finna hér að neðan: