Undir 16 ára lið drengja leikur þessa dagana á Evrópumóti í Búlgaríu. Í gær sigruðu þeir sinn fyrsta leik á mótinu gegn Sviss og svo í dag Rúmeníu með 67 stigum gegn 45.
Líkt og í leik gærdagsins var leikurinn jafn í byrjun. Eftir fyrsta leikhluta leiddi Ísland með 14 stigum gegn 11. Í öðrum leikhlutanum byggðu þeir svo upp smá forystu, en þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik var Ísland 12 stigum yfir, 36-24.
Í upphafi seinni hálfleiksins létu drengirnir svo kné fylgja kviði. Eftir þrjá leikhluta leiddu þeir með 32 stigum, 60-28. Í lokaleikhlutanum slökuðu þeir svo aðeins á, en sigldu engu að síður góðum 22 stiga sigri í höfn.
Atkvæðamestur í íslenska liðinu var Veigar Hlynsson með 12 stig, 13 fráköst og 5 stoðsendingar.
Næsti leikur liðsins er á morgun kl. 17:30 gegn Hvíta Rússlandi. Hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu hér.
Hér er hægt að horfa á leik dagsins: