spot_img
HomeFréttirStrákarnir í U-16 tapa fjórða leiknum.

Strákarnir í U-16 tapa fjórða leiknum.

Strákarnir byrjuðu leikinn ágætlega en svo kom slæmi kaflinn, stiga söfnun og stígandinn í leiknum var nánast eins og í öllum hinum leikjunum. Lokatölur 84-74 og fjórir tapleikir í röð hjá strákunum.

Fyrir leik

Fyrir leikinn höfðu strákarnir tapað öllum þremur leikjum sínum á Norðurlandamótinu í Kisakallio. Fyrst gegn Finnlandi, svo Eistlandi og Svíþjóð. Danska liðið var búið að vinna seinustu tvo leiki gegn Finnum og Norðmönnum en töpuðu fyrsta leiknum sínum á mótinu gegn Eistlandi.

Leikurinn

Leikurinn byrjar á 5-0 kafla hjá Íslensku strákunum, eftir rúmlega 2 mínutna leik er staðan orðin 9-1 og Danir taka leikhlé. Allt annað að sjá strákana núna en gegn Eistum. Danirnir koma til baka eftir 9-0 kafla og strákarnir eiga í smá vandræðum með spilið í lok leikhlutans, Snorri tekur leikhlé. Staðan eftir fyrsta leikhluta 22-23 fyrir Dönum.

Þetta gæti orðið einn af þessum löngu leikjum. Það er mikið flautað og staðan er hnífjöfn, Snorri lætur heyra vel í sér, hann er allt annað en sáttur með spilamennskuna. Staðan í hálfleik er 41-40 fyrir Íslandi.

Þriðji leikhluti er hafinn og þetta er fram og til baka, staðan er jöfn 44-44, þegar 7:30 er eftir á klukkunni. Heimir liggur á vellinum, þetta lítur ekki vel út. Hann virðist vera sár þjáður. Hann fer á sjúkralistann með Loga sýnist mér. Danirnir eru með yfirhöndina einsog staðan er núna, það er kominn tími á annað leikhlé hjá Snorra í stöðunni 48-58. Strákarnir verða að spila vörn ef þeir ætla að vinna þennan leik. Eftir leikhléið kem 7-2 kafli hjá Íslandi og staðan fyrir seinsta leikhlutann 55-60.

Fjórði leikhluti byrjar ílla, 10-3 kafli eftir rúmar þrjár mínútur og staðan er 70-58. Verður þessi fjórði leikhluti endurtekning á leiknum á Laugardaginn ? Danir taka leikhlé, eftir góðan kafla hjá Íslenska liðinu. Strákarnir hafa ekki verið jafn grimmir og fastir í seinni hálfleik. Strákarnir ná að minnka muninn niður í 5 stig en lengra komast þeir ekki. Danir sigla heim sigri, þeirra þriðji í röð og 4 tap Íslensku strákanna.

Lokatölur 74-84

Atkvæðamestir

Kristófer Breki Björgvinsson skoraði 23 stig, tók 14 fráköst og gaf fjórar stoðsendingar

Bjarki Steinar Gunnþórsson skoraði 11 stig, tók eitt frákast og gaf eina stoðsendingu

Tölfræði leiksins

Myndasafn

Viðtöl

Haukur Steinn Pétursson
Logi Guðmundsson

Hvað gerist næst ?

Íslensku strákarnir spila á morgun lokaleik sinn á móti Norðmönnum sem hafa tapað öllum leikjum sínum á mótinu líkt og Íslensku strákarnir.

Fréttir
- Auglýsing -