11:25
{mosimage}
(Stoudemire er mikill háloftafugl)
LeBron James leikmaður Cleveland Cavaliers og Amare Stoudemire leikmaður Phoenix Suns hafa verið valdir leikmenn vikunnar í NBA deildinni að þessu sinni. Vikan sem um ræðir eru dagarnir 3.-9. nóvember.
LeBron James var með 34,5 stig að meðaltali í leikjum vikunnar þar sem Cavaliers lögðu Dallas, Indiana og Chicago í tvígang. Cavaliers eru nú með 5-2 stöðu og tróna á toppi miðriðilsins á Austurströndinni. James var aukareitis með 9,8 fráköst, 5,3 stoðsendingar, 1,8 stolinn bolta og 1,3 varið skot á leik.
Amare Stoudemire var með 28,3 stig að meðaltali í leik þegar Suns unnu þrjá af fjórum leikjum sínum í vikunni. Sigurleikirnir voru gegn New Jersey Nets, Indiana Pacers og Milwaukee Bucks. Stoudemire var einni með 7,0 fráköst, 3,0 stoðsendingar, 1,8 stolinn bolta og 1,5 varið skot á leik. Stoudemire fór algerlega á kostum í vikunni gegn Indiana þegar hann setti 49 stig. Þá hitti hann úr 17 af 21 teigskoti og setti niður öll 15 víti sín í leiknum í 113-103 sigri Suns.
{mosimage}
(LeBron James)



