spot_img
HomeFréttirStórt tap í fyrsta leik hjá stelpunum

Stórt tap í fyrsta leik hjá stelpunum

 

Undir 18 ára lið stúlkna keppir þessa dagana á Evrópumóti í Írlandi. Liðið fór heldur illa af stað, en í dag töpuðu þær fyrsta leik gegn Þýskalandi með 31 stigi gegn 104.

 

Eins og tölurnar gefa til kynna sá íslenska liðið ekki mikið til sólar í dag. Voru undir 3-29 eftir fyrsta leikhluta, en þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik var sá munur kominn í 47 stig, 8-55.

 

Fyrir utan síðustu mínútur leiksins var seinni hálfleikurinn álíka einstefna og sá fyrri. Eftir þrjá leikhluta var Ísland 66 stigum undir, 14-80. Í síðasta leikhlutanum tókst þeim betur að setja stig á töfluna, en ekkert gat svosem komið í veg fyrir þetta stóra tap, sem var að lokum með 73 stigum, 31-104.

 

Þóranna Kika Hodge Carr leiddi íslenska liðið í öllum tölfræðiþáttum. Skoraði 11 stig, tók 5 fráköst, gaf 3 stoðsendingar og stal 5 boltum á þeim 25 mínútum sem hún spilaði.

 

Næst leikur liðið gegn Hvíta-Rússlandi annað kvöld kl. 19:30 og mun leikurinn vera í beinni útsendingu hér.

 

 

 

 

 

Hérna er meira um liðið

Hérna er tölfræði leiksins

Hérna er meira um mótið

 

Leikurinn í heild:

Fréttir
- Auglýsing -