spot_img
HomeFréttirStórt tap Haukastúlkna í Frakklandi

Stórt tap Haukastúlkna í Frakklandi

8:21

{mosimage}

Haukastúlkur léku sinn annan leik í Evrópukeppninni í gær þegar þær heimsóttu lið Montpellier í Frakklandi og má segja að Haukastúlkurnar hafi steinlegið, leikar fóru 110-59. Franska liðið lék mjög hratt allan leikinn og áttu Haukastúlkur í miklum erfiðleikum með það. Helena Sverrisdóttir var stigahæst Haukastúlkna með 31 stig en Unnur Tara Jónsdóttir skoraði 12 og Sigrún Ásmundsdóttir 10.

Á heimasíðu Hauka má lesa stutta frásögn af leiknum http://www.haukar-karfa.is/asp/fMain.asp?Adgerd=3&id=187

Tölfræði leiksins: http://www.fibaeurope.com/cid_f43ulKJBGLcVnbH-aqLVu2.pageID_khcZ9zVjI0g7MLWnTrb7z2.compID_Rn2Om4j3HOcXtTFwJWFsh3.season_2007.roundID_5087.teamID_96443.gameID_5107-F-4-2.html

Nú heldur ferðin áfram hjá Haukum sem leika á Ítalíu á morgun miðvikudag gegn Parma en með því liði leikur einmitt Megan Mahoney sem lék með Haukum síðasta vetur.

runar@mikkivefur.is

Mynd: karfan.is

Fréttir
- Auglýsing -