spot_img
HomeFréttirStórt tap gegn Slóvakíu

Stórt tap gegn Slóvakíu

Íslenska kvennalandsliðið tapaði stórt gegn Slóvakíu í undankeppni Eurobasket 2017 í dag. Slóvakar náðu strax forystu og var Ísland til að mynda eingöngu með sex stig eftir fyrsta leikhluta, öll frá Pálínu Gunnlaugsdóttur. 

 

 

Ísland náði aldrei að sína sitt rétta andlit og urðu hreinlega undir gegn ógnarsterku liði Slóvaka. Fyrirfram var vitað að verkefni dagsins yrði erfitt en tapið var þó óþarflega stórt. 

 

Lokastaðan var 86-40 Slóvökum í vil, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var stigahæst með sjö stig en allir leikmenn íslenska liðsins settu stig sem er einn af fáum ljósu punktum leiksins. Að öðrum ólöstuðum var Sandra Linda Þrastardóttir líklega líflegust íslenska liðsins en hún reif niður sjö fráköst og gafst aldrei upp. 

 

Íslenska liðið mætir Portúgal á miðvikudaginn kl 19:30 í Laugardalshöllina og ljóst að íslenska liðið vill hefna ófarana í fyrri leik liðanna. 

 

Fréttir
- Auglýsing -