spot_img
HomeFréttirStórt tap gegn Serbíu

Stórt tap gegn Serbíu

Ísland tapaði nokkuð stórt gegn Serbíu í leik um 5-8 sæti A-deildar Evrópumóts U20 landsliða. Ísland fór enn og aftur illa af stað í leiknum og gekk illa að koma sér aftur inní leikinn. 

 

Leikmenn sem höfðu leikið færri mínútur á mótinu hingað til fengu tækifæri í seinni hálfleik og börðust hetjulega en það dugði ekki til og hafði Serbía 89-71 sigur á Íslandi. Tölfræði leiksins má finna hér. 

 

Ísland mætir því Þýskalandi á morgun í leik um 7 sæti mótsins en sá leikur hefst klukkan 13:30 að íslenskum tíma. 

Fréttir
- Auglýsing -