spot_img
HomeFréttirStórleikur í nótt hjá Helenu á afmælisdeginum

Stórleikur í nótt hjá Helenu á afmælisdeginum

15:00
{mosimage}

(Helena er 21 árs gömul í dag)

Helena Sverrisdóttir og liðsfélagar hennar í Texas Christian University háskólaliðinu í Bandaríkjunum verða í eldlínunni í nótt en liðsmenn TCU eru mættir til Las Vegas í Nevadafylki í Bandaríkjunum þar sem Mountain West Championships fer fram. TCU mætir liði UNLV í fyrstu umferð keppninnar.

Takist Helenu og félögum að landa sigri í kvöld mæta þær toppliði Mountain West riðilsins í undanúrslitum en það er skólalið San Diego State. Þess má svo til gamans geta að Helena Sverrisdóttir fagnar einmitt 21 árs afmæli sínu í dag.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -