spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaStólastúlkur komnar í 2 - 0 gegn Snæfelli

Stólastúlkur komnar í 2 – 0 gegn Snæfelli

Fyrir leik

Tindastóll tók á móti Snæfelli í öðrum leik liðanna í umspili um sæti í Subway deild kvenna í körfuknattleik í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld. Tindastóll hafði unnið fyrsta leikinn í Hólminum nokkuð örugglega og vel var mætt í Síkið til stuðnings heimakonum.

Gangur leiksins

Stólar hófu leikinn af krafti og voru fljótt komnar í 11-6 eftir 3 þrista frá Klöru sem byrjaði leikinn funheit að utan. Heimastúlkur áttu fyrsta fjórðunginn með húð og hári, voru að spila frábæra vörn og skotin duttu. Eftir fyrsta leikhlutann var staðan 24-8 fyrir Tindastól og Snæfellsliðið virkaði hálf áttavillt í Síkinu.

Gestirnir komu þó til baka í öðrum fjórðung og byrjuðu að naga niður forskotið þar sem Shawta Shaw fór fyrir sínu liði. Snæfell náði að minnka muninn í 3 stig, 31-28 en þá tóku heimastúlkur í Tindastól aftur við sér og tóku 13-2 sprett. Hálfleikstölur 44-30 og gríðargóð stemning í Síkinu.

Tölfræði leiksins

Myndasafn ( Væntanlegt )

Tindastóll hóf seinni hálfleikinn með því að skora 5 fyrstu stigin og Snæfell náði einungis að setja 2 stig fyrstu 5 mínútur 3ja fjórðungs og munurinn var kominn upp í 21 stig þegar fjórðungurinn var hálfnaður. Segja má að leikurinn hafi verið búinn sem keppni á þessum tíma og þó að Snæfell hafi aðeins náð að klóra í bakkann í fjórða leikhluta þá var sigur Stóla aldrei í hættu, lokatölur 75-60.

Atkvæðamestar

Hjá heimakonum voru Klara og Rannveig að sýna frábæran leik, skiluðu hvor 14 stigum en Iffy var stigahæst með 17 stig. Skorið dreifðist ágætlega hjá Stólum enda var Helgi að hreyfa sitt lið vel. Emese Vida var gríðarlega öflug með 6 stig og 16 fráköst og lét finna vel fyrir sér. Hjá gestunum var Shawta Shaw allt í öllu, frábær leikmaður þar á ferð sem gæti sómt sér vel hjá hvaða liði sem er á Íslandi.

Viðtöl

Helgi Margeirsson þjálfari Tindastóls
Baldur Þorleifsson

Umfjöllun / Hjalti Árna

Fréttir
- Auglýsing -